Málsnúmer 2011050123Vakta málsnúmer
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og Þórir V. Þórisson yfirlæknir HAK fóru yfir stöðu og horfur á HAK. Sérstaklega var farið yfir málefni heimahjúkrunar og heimilislækninga. Álag hefur aukist á starfsmenn HAK og vantar þó nokkuð upp á að nægileg læknamönnun sé miðað við íbúafjölda. Það kemur fram í lengri bið eftir tímum hjá læknum og læknar eiga erfitt með að sinna erindum eins og til þarf. Streitutengd vandamál sjúklinga virðast fara vaxandi. Einnig voru kynntar rannsóknir og aðferðir um mikilvægi hreyfingar sem meðferðarforms við ýmsa almenna sjúdóma.
Áfrýjanirnar og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.