Félagsmálaráð

1124. fundur 25. maí 2011 kl. 14:00 - 17:00 Heilsugæslustöðin - fundarsalur 4. hæð
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Margrét Guðjónsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Félagsmálaráð - skoðunarferð um stofnanir sem heyra undir ráðið

Málsnúmer 2009090034Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð skoðaði húsakynni HAK í Hafnarstræti 99 og starfsemi sem þar fer fram.

2.Fjárhagserindi 2011 - áfrýjanir

Málsnúmer 2011010144Vakta málsnúmer

Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri á fjölskyldudeild kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.

Áfrýjanirnar og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Heilsugæslustöðin á Akureyri - þjónustusamningur SÍ og Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2011050121Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti drög að þjónustusamningi milli Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands um heilsugæsluþjónustu. Þessi samningur er framhald af þjónustusamningi frá desember 2007 og gildir fyrir árin 2008-2011. Samningurinn byggir á kröfulýsingu frá Velferðarráði um þjónustu heilsugæslustöðva.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram í málinu.

4.Heilsugæslustöðin á Akureyri - samráðsnefnd Heilbrigðisumdæmis Norðurlands

Málsnúmer 2011050122Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti stefnumótunardrög fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi sem verið er að vinna á vegum samráðsnefndar heilbrigðisumdæmis Norðurlands. Gert er ráð fyrir að skýrsla liggi fyrir í sumarbyrjun 2011.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og vel unnið starf.

5.Heilsugæslustöðin á Akureyri - jafnréttisáætlun

Málsnúmer 2011030130Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti skýrslu um stöðu á jafnréttismálum á HAK fyrir árið 2010.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

6.Heilsugæslustöðin á Akureyri - móttaka kvartana

Málsnúmer 2011030131Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir kynnti samantekt á formlegri móttöku kvartana á HAK fyrir árið 2010.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

7.Heilsugæslustöðin á Akureyri - kynning á starfsemi 2011

Málsnúmer 2011050123Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og Þórir V. Þórisson yfirlæknir HAK fóru yfir stöðu og horfur á HAK. Sérstaklega var farið yfir málefni heimahjúkrunar og heimilislækninga. Álag hefur aukist á starfsmenn HAK og vantar þó nokkuð upp á að nægileg læknamönnun sé miðað við íbúafjölda. Það kemur fram í lengri bið eftir tímum hjá læknum og læknar eiga erfitt með að sinna erindum eins og til þarf. Streitutengd vandamál sjúklinga virðast fara vaxandi. Einnig voru kynntar rannsóknir og aðferðir um mikilvægi hreyfingar sem meðferðarforms við ýmsa almenna sjúdóma.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og tekur undir mikilvægi þess að standa vörð um þjónustu heilsugæslunnar og að hlúa vel að starfsfólki.

Fundi slitið - kl. 17:00.