Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer
3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 7. maí 2015:
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 17. apríl 2015:
Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015, tillögur að Drottningarbrautarstíg og tillögur að breytingu á gatnalýsingu í göngugötu.
Einnig farið yfir rekstraráætlun ársins 2015, viðhald malbikaðra gatna, sorpmál, snjómokstur næstu skref og hreinsun gatna og stíga.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 108-2110 Sorpmál, að upphæð samtals 8,0 mkr. sbr. framlagða greinargerð um fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð, rekstur.
Viðaukinn er nauðsynlegur til að standa undir þeim áætlaða kostnaði sem hlýst af þeim breytingum sem gera á til að ná ásættanlegum árangri í eyðingu úrgangs frá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.