Bæjarstjórn

3333. fundur 15. janúar 2013 kl. 16:00 - 16:17 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Ragnar Sverrisson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum, starfsmönnum Akureyrarbæjar og bæjarbúum öllum gleðilegs árs og farsældar.

Forseti bauð Ragnar Sverrisson S-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.
Ragnar mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.

Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Hlínar Bolladóttur.

1.Álagning gjalda árið 2013 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 2012121165Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 20. desember 2012:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2013.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2013 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Reglur um styrki til félaga- og félagasamtaka vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2012121168Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 20. desember 2012:
Lögð fram drög að reglum um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um styrki til félaga og félagasamtaka vegna fasteignaskatts með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 20. desember 2012 og 9. janúar 2013
Bæjarráð 20. desember 2012 og 10. janúar 2013
Félagsmálaráð 9. janúar 2013
Framkvæmdaráð 14. desember 2012
Íþróttaráð 27. desember 2012
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 8. janúar 2013
Skólanefnd 7. janúar 2013
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 14. og 21. desember 2012

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 16:17.