- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Jón Kr. Sólnes hæstaréttarlögmaður lést fimmtudaginn 12. maí sl., 62 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri hinn 17. júní 1948.
Jón Kr. lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1969, Kandídatsnámi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1975 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 1976. Hann varð hæstaréttarlögmaður árið 1984.
Jón Kr. gegndi fjölmörgum nefndar- og stjórnunarstörfum. Hann sat í bæjarstjórn Akureyrar á árunum 1986 til 1994, sat í jafnréttisnefnd bæjarins og var formaður félagsmálaráðs og skipulagsnefndar. Jón Kr. var formaður skólanefndar Akureyrar árin 1998 til 2008, sat í stjórn Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri 1998 til 2008 og í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri 2000 til 2008.
Þá sat hann í nefnd um heildarendurskoðun laga um grunnskóla árin 2006 til 2008. Jón Kr. var formaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis 2003 til 2007, sat í stjórn Akureyrardeildar Rauða Kross Íslands um áratuga skeið og var formaður hennar á árunum 1988 til 1989 og 1994 til 2000.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Jóns Kr. Sólnes samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Jóns Kr. Sólnes með því að rísa úr sætum.