Málsnúmer 0Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir að nýju 6. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 7. júní 2011 sem bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á:
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. júní 2011:
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir norðurhluta miðbæjar Akureyrar ásamt húsakönnun, sem var auglýst 9. mars með athugasemdarfresti til 20. apríl 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Þann 17. febrúar 2011 var haldinn íbúafundur og fyrirhuguð deiliskipulagsbreyting kynnt.
Í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 3. mars 2011 komu fram tvær athugasemdir (sjá mál 2011020151).
1) Frímann Jónsson, er óánægður með að ÁTVR skuli halda rekstri áfram á þessum stað.
2) Jón Ólafsson, hefur efasemdir um að rétt leið sé farin.
Umsögn barst frá Fornleifavernd dags. 8. apríl 2011.
Engin athugasemd er gerð.
Fjórar athugasemdir bárust á auglýstum athugasemdatíma.
Sjá athugasemdir og svör í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. júní 2011.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Auður Jónasdóttir, V-lista, greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað að nauðsyn þess að L-listinn taki af skarið með framtíðarskipulag miðbæjarins í heild sé orðin ótvíræð. Ég tel það ófarsælt að taka einn bút fyrir í einu og ítreka þá skoðun mína að horfa þurfi á miðbæinn í heild við deiliskipulagningu.
Fram kom tillaga frá Sigurði Guðmundssyni A-lista um að fresta afgreiðslu og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson S-lista og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Edwards H. Huijbens V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Helga Vilberg Hermannssonar A-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.
Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.