Bæjarstjórn

3473. fundur 21. apríl 2020 kl. 16:00 - 18:44 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 - fyrri umræða

Málsnúmer 2019090149Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. apríl 2020:

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2019.

Davíð Búi Halldórsson og Níels Guðmundsson endurskoðendur frá Enor ehf. mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti ársreikninginn.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarins fyrir árið 2019 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2020

Málsnúmer 2020010444Vakta málsnúmer

Lagður fram lánssamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Akureyrarbæjar til fjármögnunar á fjárfestingum skv. framkvæmdaáætlun 2020.

Bæjarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti þann 2. apríl sl.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni samningsins.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 800.000.000 kr. til 14 ára, með jöfnum 28 afborgunum ásamt vöxtum og verðbótum, í fyrsta skipti 5. október 2020 og lokagjalddaga 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarstjórn hefur kynnt sér. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið vegna byggingar leikskóla, endurbóta á Glerárskóla og gatnagerðar í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er bæjarstjóra, Ásthildi Sturludóttur, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

3.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á skipuriti samfélagssviðs.

Tillagan var lögð fram og samþykkt í frístundaráði 25. mars 2020, í stjórn Akureyrarstofu 26. mars 2020, í kjarasamninganefnd 6. apríl 2020 og í bæjarráði 8. apríl 2020. Bæjarráð bókaði eftirfarandi:

Bæjarráð samþykkir nýtt skipurit fyrir samfélagssvið með 5 samhljóða atkvæðum. Jafnframt samþykkir bæjarráð að laun þeirra starfsmanna sem gegna störfum sem taka breytingum vegna breytinga á skipuritinu lækki ekki meðan unnið er að mati á störfum í starfsmati og gildir sú ákvörðun til 31. desember 2021.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti breytingarnar.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir
Bæjarstjórn samþykkir nýtt skipurit fyrir samfélagssvið með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Samþykkt fyrir frístundaráð

Málsnúmer 2018060517Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt fyrir frístundaráð.

Tillagan var samþykkt í frístundaráði 25. mars sl. og í bæjarráði 8. apríl sl.

Andri Teitsson kynnti breytingarnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir frístundaráð með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Skjalastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100192Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. apríl 2020:

Lögð fram drög að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar og drög að verklagsreglum um meðferð skjala.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaða skjalastefnu og drög að verklagsreglum um meðferð skjala og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti stefnuna.

Í umræðum tók til máls Sóley Björk Stefánsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða skjalastefnu og verklagsreglur um meðferð skjala með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Svæðisskipulag Eyjafjarðar, breyting vegna Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2018010229Vakta málsnúmer

Tekin fyrir afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 31. mars 2020 á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku. Tillagan var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdafresti til 6. mars 2020.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu svæðisskipulagsnefndar.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar og felur henni, að fengnu samþykki annarra sveitarstjórna á skipulagssvæðinu, að senda Skipulagsstofnun breytingartillöguna til staðfestingar sbr. ákvæði 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2020

Málsnúmer 2020010338Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða bæjarráðs.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Hlynur Jóhannsson.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar og viðbrögð bæjarins vegna COVID-19.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Bæjarráð 8. og 16. apríl 2020
Frístundaráð 8. apríl 2020
Kjarasamninganefnd 6. apríl 2020
Stjórn Akureyrarstofu 16. april 2020
Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:44.