Bæjarstjórn

3472. fundur 07. apríl 2020 kl. 16:00 - 17:09 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá lið 5 í útsendri dagskrá, 2020030398 - Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19. Bæjarstjóri fjallar um viðbrögð vegna COVID í skýrslu sinni sem var liður 6 í útsendri dagskrá en verður 5. liður. Var breytingin samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. apríl 2020:

Lagður fram viðauki 3.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3 að fjárhæð 15,2 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti innihald viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Rangárvellir - umsókn um breytt deiliskipulag vegna Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2019120078Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 2. apríl 2020:

Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3.

Tillagan var auglýst þann 29. janúar 2020 með athugasemdafresti til 12. mars 2020. Ein athugasemd barst á kynningartíma auk þess sem fyrir liggur umsögn frá Vegagerðinni. Þá liggja fyrir viðbrögð Landsnets við innkominni athugasemd þar sem meðal annars kemur fram að lækka megi hámarkshæð á lóð nr. 1 úr 15 m í 14 m.

Einnig er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkominni athugasemd og umsögn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Jafnframt að tillaga að svörum við athugasemd og umsögn verði samþykkt.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3 sem auglýst var þann 29. janúar 2020. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlagðar tillögur að svörum við athugasemd og umsögn.

3.Eyrarlandsvegur 31 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050172Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 1. apríl 2020:

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegar 31, sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt, allt að 250 m² hús í staðinn. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 þar til fyrir lægju viðbrögð umsækjenda um innkomnar athugasemdir. Eru nú lögð fram frumdrög að nýbyggingu auk viðbragða við efnisatriðum athugasemda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu að byggingarreitur á suðurhluta lóðar verði 2 m fjær lóðarmörkum en gert var ráð fyrir samkvæmt grenndarkynntri tillögu. Jafnframt að samþykkja tillögu að svörum við athugasemdum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegar 31, sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt, allt að 250 m² hús í staðinn. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt með þeirri breytingu að byggingarreitur á suðurhluta lóðar verði 2 m fjær lóðarmörkum en gert var ráð fyrir samkvæmt grenndarkynntri tillögu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að svörum við athugasemdum.

4.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2020 - skipulagsráð

Málsnúmer 2020010338Vakta málsnúmer

Stefnuumræða og starfsáætlun skipulagsráðs.

Tryggvi Már Ingvarsson formaður ráðsins kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Tryggvi Már Ingvarsson.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar og viðbrögð bæjarins vegna COVID-19.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19. mars, 26. mars og 2. apríl 2020
Bæjarráð 26. mars og 2. apríl 2020
Frístundaráð 25. mars 2020
Fræðsluráð 30. mars 2020
Skipulagsráð 1. apríl 2020
Stjórn Akureyrarstofu 26. mars 2020
Umhverfis- og mannvirkjaráð 27. mars 2020
Velferðarráð 1. apríl 2020
Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:09.