Bæjarstjórn

3469. fundur 03. mars 2020 kl. 16:00 - 18:16 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. febrúar 2020:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 að fjárhæð samtals 58,5 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans. Auk hans tók Þórhallur Jónsson til máls.
Meirihluti bæjarstjórnar staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

2.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. febrúar 2020:

Liður 1 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 20. febrúar 2020:

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og fór yfir drög að auglýsingu vegna útleigu á jarðhæð Ketilhússins. Einnig kynnti hann tillögu um lækkun á gjaldskrá vegna útleigu á aðalsal Ketilhússins.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að brátt færist menningarlegt líf í jarðhæð Ketilhússins. Stjórnin samþykkir tillögu um að leigufjárhæð fyrir jarðhæð Ketilhússins verði kr. 145.000 á mánuði. Jafnframt samþykkir stjórnin að gjaldskrá fyrir aðalsal hússins verði breytt þannig að leiga fyrir 2 klst. verði kr. 60.000 í stað kr. 82.000 áður og að leiga til stofnana Akureyrarbæjar fyrir samskonar leigu fari úr kr. 52.000 í kr. 40.000.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti tillöguna.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að leigufjárhæð fyrir jarðhæð Ketilhússins verði kr. 145.000 á mánuði og að gjaldskrá fyrir aðalsal Ketilhússins verði breytt þannig að leiga fyrir 2 klst. verði kr. 60.000 í stað kr. 82.000 áður og að leiga til stofnana Akureyrarbæjar fyrir samskonar leigu fari úr kr. 52.000 í kr. 40.000.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

3.Gjaldskrá Akureyrarbæjar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016-2020

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. febrúar 2020:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 20. febrúar 2020 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á gr. 2.4 í gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að framkvæmdaleyfisgjald umfangsmikilla framkvæmda verði samkvæmt samningi milli leyfisveitanda og framkvæmdaraðila en ekki miðað við fast gjald eins og nú er í gildandi gjaldskrá.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, tillögu skipulagsráðs um breytingu á gr. 2.4. í gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að framkvæmdaleyfisgjald umfangsmikilla framkvæmda verði samkvæmt samningi milli leyfisveitanda og framkvæmdaraðila en ekki miðað við fast gjald eins og nú er í gildandi gjaldskrá.

4.Úrtök við bílastæði - reglur

Málsnúmer 2020020502Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. febrúar 2020:

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. febrúar 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2020 varðandi breyttar vinnureglur við umsókn og framkvæmd úrtaka.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Andri Teitsson kynnti breytingatillögurnar.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, framlagða tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs um breytingar á vinnureglum við umsókn og framkvæmd úrtaka. Breytingar snúa m.a. að því að hefja gjaldtöku á stækkun úrtaka. Gjaldið verður 25.000 kr./m.

5.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2020

Málsnúmer 2020010338Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða stjórnar Akureyrarstofu.

Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir, Andri Teitsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hlynur Jóhannsson og Hilda Jana Gísladóttir.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 20. og 27. febrúar 2020
Bæjarráð 20. og 27. febrúar 2020
Frístundaráð 19. febrúar 2020
Fræðsluráð 17. febrúar 2020
Kjarasamninganefnd 19. febrúar 2020
Skipulagsráð 26. febrúar 2020
Stjórn Akureyrarstofu 20. febrúar 2020
Umhverfis- og mannvirkjaráð 21. febrúar 2020
Velferðarráð 19. febrúar 2020

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:16.