Bæjarstjórn

3298. fundur 15. febrúar 2011 kl. 16:00 - 18:17 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Bæjarfulltrúi og varabæjarfulltrúi A-lista boðuðu forföll á fundinn.


Forseti bauð Edward H. Huijbens varabæjarfulltrúa V-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 334. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2011. Fundargerðin er í 6 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 3., 4. og 5. lið. Liður 6 gefur ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 3., 4. og 5. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2011 með 10 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 335. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 9. febrúar 2011.
Fundargerðin er í 4 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1. og 3. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1. og 3. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 9. febrúar 2011 með 10 samhljóða atkvæðum.

3.Framkvæmdamiðstöð - gjaldskrá

Málsnúmer 2011010148Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 10. febrúar 2011:
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 28. janúar 2011:
Lögð fram ný gjaldskrá fyrir Framkvæmdamiðstöð.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá Framkvæmdamiðstöðvar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Slökkvilið Akureyrar - gjaldskrá 2011

Málsnúmer 2011010022Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 10. febrúar 2011:
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 4. febrúar 2011:
Lögð fram tillaga að hækkun á gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar í samræmi við rekstrarkostnað.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar með 10 samhljóða atkvæðum.

5.Akureyrarbær - framtíðarsýn L-listans

Málsnúmer 2011020051Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar Geir Kristinn Aðalsteinsson kynnti framtíðarsýn L-listans er varðar Akureyrarbæ.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 3. og 10. febrúar 2011
Stjórnsýslunefnd 9. febrúar 2011
Skipulagsnefnd 9. febrúar 2011
Framkvæmdaráð 28. janúar og 4. febrúar 2011
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 28. janúar og 4. febrúar 2011
Skólanefnd 7. febrúar 2011
Íþróttaráð 1. febrúar 2011
Félagsmálaráð 9. febrúar 2011
Samfélags- og mannréttindaráð 2. febrúar 2011
Umhverfisnefnd 3. febrúar 2011
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 7. febrúar 2011

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:17.