Málsnúmer 2014020032Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 9. apríl 2014:
Heilsugæslustöðin á Akureyri, samningar við ríkið.
Félagsmálaráð telur að rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri eigi heima í höndum Akureyrarbæjar eins og verið hefur undanfarin 17 ár. Félagsmálaráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna um nýjan samning við Velferðarráðuneytið sbr. framlögð gögn vegna málsins. Sömuleiðis skorar félagsmálaráð á Alþingi að taka fjárveitingar til Heilsugæslustöðvarinnar til gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.