Bæjarráð

3735. fundur 19. ágúst 2021 kl. 08:15 - 10:17 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Velferðarráð - málefni fatlaðs fólks - úttekt 2021

Málsnúmer 2021023280Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 18. ágúst 2021:

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu húsnæðismála í málaflokki fatlaðra dagsett 23. júní 2021.

Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna sem gefur greinagóðar upplýsingar um stöðu mála varðandi það húsnæði sem er í notkun í málaflokki fatlaðs fólks. Enn fremur dregur skýrslan fram þörf á uppbyggingu búsetuúrræða á næstu árum og verkefni eru sett upp í forgangsröð.

Velferðarráð er sammála forgangsröðinni í skýrslunni og leggur til að farið verði sem fyrst í breytingar á Hafnarstræti 16.

Málinu er vísað til bæjarráðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fund bæjarráðs og kynnti skýrsluna.

Heimir Haraldsson formaður velferðarráðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir yfirferðina og góða skýrslu um stöðu á húsnæðismálum í málaflokki fatlaðs fólks og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar. Jafnframt er sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að kanna kosti og galla þess að stofna sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur húsnæðis í málaflokknum sem og að kanna möguleika á áframhaldandi samstarfi við Félagsstofnun stúdenta.

2.Kaffihús í Lystigarðinum á Akureyri - uppsögn leigusamnings

Málsnúmer 2021080681Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júní 2021 þar sem forsvarsfólk Café Lautar segir upp samningi um leigu kaffihúss í Lystigarðinum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni um uppsögn á samningi um kaffihús í Lystigarði frá og með 1. janúar 2022. Þá er umhverfis- og mannvirkjasviði falið að auglýsa útleigu á kaffihúsinu frá sama tíma.

3.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2021 - fyrri umræða

Málsnúmer 2021080626Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á 14. grein bæjarmálasamþykktar. Greinin fjallar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum bæjarstjórnar, ráða og nefnda bæjarins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð vísar tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.Hlíðahverfi suðurhluti - Höfðahlíð 2, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030150Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. ágúst 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum á auglýstri tillögu:

- Byggingarreitur færist fjær lóðarmörkum við Höfðahlíð.

- Hámarksfjöldi íbúða verða 4 í stað 5.

- Bætt er við ákvæði um heimild til að svalir nái út fyrir byggingarreit.

- Eingöngu verður heimilt að vera með úrtak á lóð fyrir 4 bílastæði í stað 8.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru. Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við efni athugasemda.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu að svörum við efni athugasemda.

5.Stjórnsýslubreytingar 2021

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 10:17.