Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

383. fundur 01. febrúar 2012 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Aðalstræti 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir útigeymslu

Málsnúmer 2012010170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. janúar 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Benedikts Arthurssonar og Hrannar Friðriksdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir útigeymslu við húsið nr. 9 við Aðalstræti. Meðfylgjandi eru nýjar raunteikningar af húsi nr. 9 við Aðalstræti eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomið skriflegt samþykki nágrannanna að Aðalstræti 7 um steyptan stoðvegg milli lóða. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 27. janúar 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Sporatún 10-12 - reyndarteikningar

Málsnúmer BN060271Vakta málsnúmer

Innkomnar nýjar reyndarteikningar 26. janúar 2012 af Sporatúni 10-12 fyrir lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skipulagsstjóri samþykkir teikningarnar.

3.Sporatún 14-16 - reyndarteikningar

Málsnúmer BN060272Vakta málsnúmer

Innkomnar nýjar reyndarteikningar 18. nóvember 2011 af Sporatúni 14-16 fyrir lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skipulagsstjóri samþykkir teikningarnar.

4.Sporatún 2-4 - reyndarteikningar

Málsnúmer BN060269Vakta málsnúmer

Innkomnar nýjar reyndarteikningar 26. janúar 2012 af Sporatúni 2-4 fyrir lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skipulagsstjóri samþykkir teikningarnar.

5.Sporatún 6-8 - reyndarteikningar

Málsnúmer BN060270Vakta málsnúmer

Innkomnar nýjar reyndarteikningar 26. janúar 2012 af Sporatúni 6-8 fyrir lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skipulagsstjóri samþykkir teikningarnar.

6.Undirhlíð 1-3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hús nr. 3

Málsnúmer BN080385Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Undirhlíð 3. Innkomnar nýjar teikningar 11. janúar 2012. Innkomin ný teikning 27. janúar 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Gera þarf nýjan eignarskiptasamning vegna fjölgunar eigna.

7.Eyrarlandsvegur/FSA 147650 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2012010154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. janúar 2012 þar sem Sjúkrahúsið á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar á 3. hæð Sjúkrahússins við Eyrarlandsveg. Umboð hefur Hannes R. Reynisson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Skipagata 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. hæð suðurhluta

Málsnúmer 2011020103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir leggur inn nýjar reyndarteikningar af breytingum á suðurhluta 3. hæðar að Skipagötu 14. Innkomnar nýjar teikningar 30. janúar 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir teikningarnar.

9.Hafnarstræti 107 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011080011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Fasteigna ríkissjóðs, kt. 690981-0259, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

10.Duggufjara 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011050153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2012 þar sem Gunnlaugur Kristinsson og Björk Þorsteinsdóttir óska eftir leyfi til að gera gufubaðhús með sturtu og lagnarými á lóð sinni að Duggufjöru 12. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu þar til deiliskipulagsbreyting hefur tekið gildi.

11.Hafnarstræti 102 - Skipagata 10 - umsókn um nýjan útgang

Málsnúmer 2012010320Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2012 þar sem Sigurður Karl Jóhannsson f.h. N.A. ehf., kt. 640108-0370, sækir um leyfi fyrir útgangi til austurs á Skipagötuhluta hússins að Hafnarstræti 102 og Skipagötu 14. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson. Innkomin ný teikning 31. janúar 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Eyrarlandsvegur/FSA 147650 - umsókn um breytingar á 3. hæð norðurálmu

Málsnúmer 2012010154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á 3. hæð norðurálmu Sjúkrarhússins við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin ný teikning 30. janúar 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Sómatún 4 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer BN100139Vakta málsnúmer

Umsókn um stækkun á lóðinni Sómatún 4 frá Þresti Sigurðssyni f.h. Arinbjarnar Þórarinssonar og Hugrúnar Helgu Guðmundsdóttur. Sótt er um stækkun lóðarinnar til vesturs í tengslum við breytingu á legu göngustígs.

Skipulagsstjóri samþykkir lóðarstækkunina.

14.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bensínstöð

Málsnúmer BN100126Vakta málsnúmer

Innkomnar reyndarteikningar 27.12.2010 vegna bruna- og öryggismála eftir Aðalstein Snorrason. Meðfylgjandi er samþykki Mannvirkjastofnunar dagsett 13. janúar 2011 og greinargerð frá Mannviti dagsett 13. janúar 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir teikningarnar.

Fundi slitið - kl. 14:10.