Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

371. fundur 02. nóvember 2011 kl. 13:00 - 14:25 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Aðalstræti 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir svalalokun

Málsnúmer 2011100129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2011 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Rúnars Kristdórssonar óskar eftir byggingarleyfi fyrir svalaskýli á svölum 3. hæðar á húsinu að Aðalstræti 7. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

2.Hólabraut 16 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011080007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2011 þar sem Byggingarfélagið Hyrna hf., kt. 710594-2019, sækir um að vera byggingarstjóri yfir viðbyggingu að Hólabraut 16. Umboð hefur Helgi Snorrason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Hólabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011080007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. október 2011 þar sem innkomnar eru breyttar teikningar frá áður samþykktum aðalteikningum af Hólabraut 16, árituðum af Karl-Erik Rocksen.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Kambsmýri 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi

Málsnúmer 2011060098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2011 þar sem Svanur Eiríksson f.h. Jóhanns Thorarensen sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi í garði hans að Kambsmýri 12. Meðfylgjandi er teikning eftir Svan Eiríksson. Innkomin ný teikning 27. október 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Óseyri 1 - fyrirspurn um leyfi fyrir skemmu

Málsnúmer 2011090032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson, f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, leggur fram fyrirspurn hvort byggingarleyfi fáist fyrir byggingu 700 fermetra kaldri skemmu á lóð nr. 1 við Óseyri. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 15. september 2011 og lauk henni þann 13. október 2011.
Ein athugasemd barst frá Björk Pálmadóttur þar sem bent er á að í gildi sé deiliskipulag af lóðinni.

Skipulagsnefnd hefur nú þegar látið vinna deiliskipulag fyrir reitinn sunnan Krossanesbrautar og bæjarstjórn samþykkti 1. nóvember 2011 að auglýsa skipulagið.

6.Óseyri 3 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2011040112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2011 þar sem Ragnar Auðunn Birgisson leggur fram nýjar teikningar með breytingum á áður samþykktum teikningum af Óseyri 3.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Skólastígur 4 - umsókn um leyfi til breytinga

Málsnúmer 2011100102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2011 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir ýmsum nauðsynlegum breytingum í Íþróttahúsinu að Skólastíg 4. Meðfylgjandi er gátlisti, teikningar og skýringar í bréfi eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 1. nóvember 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Súluvegur 1 - 149594 - byggingarleyfi - Mjólkurmóttökuhús

Málsnúmer BN080286Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2011 þar sem Gísli Kristinsson leggur fram nýjar raunteikningar af mjólkurmóttökuhúsi við Mjólkursamlagið að Súluvegi 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Víðivellir 6 - viðbygging

Málsnúmer BN090198Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2011 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h Sólveigar B. Jónsdóttur leggur fram uppfærða uppdrætti í samræmi við framkvæmdir að Víðivöllum 6.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Þingvallastræti 23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100241Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. október 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, óskar eftir byggingarleyfi fyrir sorpgerði á austurhluta lóðarinnar að Þingvallastræti 23. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Valagil 10-12 - umsókn um leyfi til breytinga innanhúss.

Málsnúmer 2011110009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2011 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Aðalsteins Sigurkarlssonar og Hrafnhildar Hallgrímsdóttur óska eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð að Valagili 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Ásatún 34-38 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN050664Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2011 þar sem Halldór M. Rafnsson sækir um að vera byggingarstjóri við lokafrágang nýbygginga að Ásatúni 34-36-38.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið samanber úttekt dagsetta 19. september 2011.

Fundi slitið - kl. 14:25.