Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

954. fundur 15. febrúar 2024 kl. 13:00 - 13:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Árnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Búðartröð 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024010446Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. janúar 2024 þar sem Rafael Cao Romero Millan fyrir hönd Sæluhúss Akureyrar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu við hús nr. 21 á lóð nr. 2 við Búðartröð. Innkomin gögn eftir Rafael Cao Romero Millan.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Goðanes 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023101359Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2023 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd BB byggingar ehf, sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 3 við Goðanes. Innkomnar nýjar teikningar 27. janúar 2024 eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Draupnisgata 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024020395Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2024 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Karms, gluggar og hurðir ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum á kjallara í húsi nr. 4 við Draupnisgötu. Innkomin gögn eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Gleráreyrar 1, rými 18, útisport - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024020487Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2024 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignarfélags ehf, sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir verslun í rými 18 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Gleráreyrar 1, rými 1-3, mathöll - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024010736Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignarfélags ehf, sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir mathöll milli rýma 1, 2 og 3 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar 2024 eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.