Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

930. fundur 24. ágúst 2023 kl. 13:00 - 13:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Árnason fundarritari
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hólabraut 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum, innveggir og breytt skráning

Málsnúmer 2022090519Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. september 2022 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Karelía ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum og um breytta skráningu húss nr. 18 við Hólabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Mýrartún 14-24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023070160Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júli 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Björgvins Sandholts, Gunnars Gunnarssonar og Emmu Magnúsdóttur sækir um byggingaráform og bygginarheimild fyrir svalaskýli á 3 íbúðir í húsi nr. 14-24 við Mýrartún. Meðfylgjandi eru teikingar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Tryggvabraut 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023011423Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. ágúst 2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Hölds ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum innandyra í húsi nr. 5 við Tryggvabraut.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Eyrarlandsvegur 14 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023070360Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júlí 2023 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Hólmgeirs Þorsteinssonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir bílskúr og steyptum tröppum við hús nr. 14 við Eyrarlandsveg. Innkomnar nýjar teikningar 23. ágúst 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.