Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

926. fundur 26. júlí 2023 kl. 13:30 - 14:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Hulduholt 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023060510Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2023 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Guðlaugs Óla Þorlákssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi við lóð nr. 31 við Hulduholt. Innkomnar nýjar teikningar 12. júlí 2023.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Gleráreyrar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2023071149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2023 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignafélags hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild vegna breytingar á rými 14 á Glerártorgi, hús nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Dvergaholt 5-7-9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022050528Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júlí 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 5-7-9 við Dvergaholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.