Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

913. fundur 27. apríl 2023 kl. 13:00 - 13:45 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Hlíðarfjallsvegur 41 áhaldahús - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023040621Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir áhaldahaldahús á lóð nr. 41 við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Glerárgata 34 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023040673Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd G34 fasteigna ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi við lóð nr. 34 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hamravegur 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023040687Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2023 þar sem Þórir Guðmundssons fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir lóð nr. 4 við Hamraveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Helgamagrastræti 45 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2023040741Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. apríl 2023 þar sem Hanna Karin Hermannsdóttir sækir um bílastæði og úrtak úr kantsteini á lóð nr. 45 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi er afstöðumynd og samþykki meðeigenda.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

5.Sjafnargata 1A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023030460Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Sjafnargötu ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir verslunar-, lager- og skrifstofuhúsnæði á lóð nr. 1A við Sjafnargötu. Innkomnar nýjar teikningar 26. apríl 2023.


Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.