Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

902. fundur 09. febrúar 2023 kl. 13:00 - 13:35 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Halla Eyjólfsdóttir
Dagskrá

1.Spítalavegur 13 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023011527Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Snorra Björnssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu norðan við hús nr. 13 við Spítalaveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Brekkugata 14 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023011557Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2023 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Berglindar Bjarkar Jónsdóttur sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi rishæðar ásamt endurnýjun á þakuppbyggingu í húsi nr. 14 við Brekkugötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hlíðarvellir 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022080721Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd atNorth ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:35.