Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

874. fundur 28. júlí 2022 kl. 13:00 - 14:15 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Goðanes 18 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022070593Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Akurbergs ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á lóð nr. 18 við Goðanes. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Kjarnagata 55-57 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022030840Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júlí 2022 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 55-57 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Goðanes 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022051620Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd P3 fasteigna ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir vörugeymslu á lóð nr. 1 við Goðanes. Innkomnar nýjar teikningar 28. júlí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Matthíasarhagi 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022070036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2022 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. T21 ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóð nr. 10 við Matthíasarhaga. Innkomnar nýjar teikningar 28. júlí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Matthíasarhagi 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022070035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2022 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Bjarna Haukssonar, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóð nr. 12 við Matthíasarhaga. Innkomnar nýjar teikningar 28. júlí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:15.