Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

857. fundur 24. mars 2022 kl. 11:00 - 11:45 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson
Dagskrá

1.Hafnargata - umsókn um leyfi fyrir niðurrifi

Málsnúmer 2021120440Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2021 þar sem Ketill Sigurður Jóelsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um niðurrif húss við Hafnargötu, landnr. 152129, í Hrísey. Innkomin ný gögn 22. mars 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

2.Austurvegur lóð - umsókn um leyfi fyrir niðurrifi

Málsnúmer 2021120429Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2021 þar sem Ketill Sigurður Jóelsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um leyfi fyrir niðurrifi á stoðveggjum húss/geymslu við Austurveg, landnr. 175502, í Hrísey. Innkomin ný gögn 22. mars 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

3.Grundargerði 5A - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum, snyrtistofa

Málsnúmer 2022030594Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2022 þar sem Jón Heiðar Sigurðsson sækir um leyfi fyrir breytingum í húsi nr. 5A við Grundargerði. Fyrirhugað er að hafa snyrtistofu í einu herbergi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Kjarnagata 53 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060323Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2022 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Naustagötu 13 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 11:45.