Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

849. fundur 27. janúar 2022 kl. 13:00 - 13:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Hulduholt 3A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022011099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. janúar 2022 þar sem Ragnar Bjarnason fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir dreifistöð rafveitu á lóð nr. 3A við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Bjarnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hringteigur 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslugám

Málsnúmer 2022011106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. janúar 2022 þar sem Verkmenntaskólinn á Akureyri sækir um stöðuleyfi fyrir geymslugám á lóð nr. 2 við Hringteig. Fyrirhugað er að koma gámnum fyrir við norðurhlið hússins og stækka þar með athafnasvæði nemenda á byggingadeild sem byggja frístundahús á lóð skólans. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur og samþykki slökkviliðs.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 6 mánaða.

3.Miðgarðakirkja Grímsey - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021120733Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2021 þar sem Hjörleifur Stefánsson fyrir hönd sóknarnefndar Miðgarðakirkju sækir um byggingarleyfi fyrir kirkju í Grímsey, sama staðsetning og kirkjan sem brann í september á síðasta ári. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjörleif Stefánsson. Innkomnar nýjar teikningar 18. og 27. janúar 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.