Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

839. fundur 11. nóvember 2021 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir Fundarritari
Dagskrá

1.Þórunnarstræti 138 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2021 frá Gísla Jóni Kristinssyni þar sem hann fyrir hönd Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum. Innkomnar nýjar teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson dagsettar 18. október 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Austursíða 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Bónus

Málsnúmer 2021101890Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2021 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 2 við Austursíðu. Fyrirhugað er að opna Bónusverslun.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Jaðarsíða 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021110008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Stefáns Þórs Guðmundssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Nonnahagi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021110037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Ágústar Guðnasonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

5.Gata norðurljósanna 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju orlofshúsi

Málsnúmer 2017110022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem Árni Árnason fyrir hönd Starfsmannafélags Garðabæjar, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 9 við Götu norðurljósanna. Innkomnar nýjar teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson dagsettar 12. mars 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Hafnarstræti 17 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020563Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Ragnars Freys Steinþórssonar, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsi nr. 17 við Hafnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 2. nóvember 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.