Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

836. fundur 21. október 2021 kl. 11:00 - 11:40 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Árnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Hjálmar Árnason
Dagskrá

1.Kaupvangsstræti 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gistiskálum á 3. hæð

Málsnúmer 2020010570Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi til að breyta 3. hæð Kaupvangsstrætis 16 í aðstöðu fyrir gistiskála. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa og teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 21. október 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Austurbrú 10-18 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021091104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2021 þar sem Oddur Kristján Finnbjarnarson fyrir hönd Pollsins ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýli á lóð nr. 10-18 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Odd Kristján Finnbjörnsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Mýrarvegur 114 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2020100083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2020 þar sem Arnar Freyr Jónsson sækir um leyfi til að byggja 16 m² viðbyggingu við kjallara hússins nr. 114 við Mýrarveg. Meðfylgjandi er teikning eftir Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. október 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Nonnahagi 15 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2021091129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Jóns Kristins Valdimarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 15 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. október 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Klapparstígur 3 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021101327Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2021 þar sem Jón Már Héðinsson sækir um leyfi fyrir úrtaki á kantstein við hús nr. 3 við Klapparstíg. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði samkvæmt meðfylgjandi teikningu og úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

Fundi slitið - kl. 11:40.