Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

827. fundur 19. ágúst 2021 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Gránufélagsgata 51 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021041271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd VN Fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 16. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Gudmannshagi 2 - umsókn um farsímaloftnet

Málsnúmer 2021080064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. ágúst 2021 þar sem Páll Poulsen sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Mílu ehf. þar sem fyrirhugað er að setja upp farsímaloftnet á stálsúlu á þaki húss nr. 2 við Gudmannshaga. Meðfylgjandi er teikning eftir Pál Poulsen.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með þeim fyrirvörum sem koma fram í samþykki Isavia og sett verði upp hindrunarljós á efsta punkt loftnetsins.

3.Höfðahlíð 2 - umsókn um leyfi fyrir niðurrifi

Málsnúmer 2021080606Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. ágúst 2021 þar sem Ketill Sigurður Jóelsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um niðurrif húss nr. 2 við Höfðahlíð.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. mannvirkjalaga.

4.Ytra-Krossanes - umsókn um leyfi fyrir niðurrifi

Málsnúmer 2021080611Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. ágúst 2021 þar sem Ketill Sigurður Jóelsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um leyfi til niðurrifs hússins Ytra-Krossaness.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. mannvirkjalaga.

Jákvæð umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

5.Hvannavellir 14 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021080723Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2021 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Reita skrifstofa ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 14 við Hvannavelli. Fyrirhugað er að stækka verslunarrými á 1. hæð og stækka glugga á vesturhlið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Sunnuhlíð 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021080845Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. ágúst 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Húsfélagsins Sunnuhlíð 12 ehf. sækir um samþykki á brunahönnun fyrir hús nr. 12 við Sunnuhlíð og byggingarleyfi fyrir breytingum á rými 0102 fyrir brauðgerð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:40.