Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

824. fundur 29. júlí 2021 kl. 13:00 - 13:15 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Goðanes 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021031760Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 5 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 28. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Búðartangi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021032209Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2021 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Vals Þórs Marteinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Búðartanga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomin ný gögn 23. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Steindórshagi 1-7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021070165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd HHS verktaka ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 1-7 við Steindórshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 26. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Lækjargata 2A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021070278Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júlí þar sem Prodomo ehf., kt. 640507-3300, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2a við Lækjargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Róbert Svavarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

5.Breiðholtsvegur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Reiðgerði

Málsnúmer 2021071014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2021 þar sem Bjarni Þór Einarsson fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttis sækir um byggingarleyfi til að reisa reiðgerði í hesthúsahverfi í Breiðholti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Þór Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 13:15.