Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

822. fundur 15. júlí 2021 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Mýrarvegur 114 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2020100083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2020 þar sem Arnar Freyr Jónsson spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að byggja 16 m² viðbyggingu við kjallara hússins nr. 114 við Mýrarveg. Viðbyggingin er hugsuð sem köld útigeymsla og þakið á viðbyggingunni sem gólf á verönd. Þetta er á austurhlið hússins. Meðfylgjandi er mynd er sýnir fyrirhugaða viðbyggingu. Erindið fór í grenndarkynningu sem lauk án athugasemda 25. júní 2021.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram aðaluppdrætti og tilskilin gögn.

2.Höfðahlíð 16, Glerárskóli - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2021050966Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2021 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í austurhluta kjallara Glerárskóla, Höfðahlíð 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar og brunahönnun 12. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Suðurbyggð 15 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar og bílgeymslu

Málsnúmer 2021051392Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2021 þar sem Hrafn Svavarsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu og viðbyggingu við hús nr. 15 við Suðurbyggð. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir. Fyrir liggur samþykki eigenda Suðurbyggðar 13. Erindið fór í grenndarkynningu sem lauk án athugasemda 9. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram aðaluppdrætti og tilskilin gögn.

4.Álfabyggð 16 - umsókn um viðbyggingu

Málsnúmer 2021060003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Eyjólfs Árnasonar sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið Álfabyggð 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Erindið fór í grenndarkynningu sem lauk án athugasemda 9. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

5.Margrétarhagi 3-5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021062110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Þ.J.V.Verktaka ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi númer 3-5 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason. Innkomin ný gögn 14. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Óseyri 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021070410Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Rok ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 4 við Óseyri. Fyrirhugað er að breyta rými í verslunarrými. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

7.Höfðahlíð 16 - umsókn um körfuboltavöll

Málsnúmer 2021070488Vakta málsnúmer

Erindi frá Akureyrarbæ dagsett þann 8. júlí 2021 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir körfuboltavelli norðan við Glerárskóla. Meðfylgjandi er teikning eftir Þórir Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. og 15. júlí 2021.
Byggingarfulltrú samþykkir erindið.

8.Hlíðarfjallsvegur 11 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2021070555Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júlí 2021 frá Sunnu Axelsdóttur þar sem hún fyrir hönd Hjólreiðafélags Akureyrar (HFA) sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám til geymslu fyrir búnað í eigu HFA á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Meðfylgjandi er mynd af fyrirhugaðri staðsetningu gáms ásamt samþykki stjórnar Bílaklúbbs Akureyrar.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

9.Austursíða 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020070505Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2021 þar sem Baldur Ó. Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Austursíðu 2. Um er að ræða viðbyggingu, breytingar á innra skipulagi og útliti, bílastæðum og viðbótar aðkomu inn á lóðina. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

10.Austurbyggð 17 - íbúðir A-F - tilkynningaskyld framkvæmd

Málsnúmer 2016100051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar kt. 710501-2380, tilkynnir framkvæmdir í raðhúsi A-F við Austurbyggð 17, mhl 5, 6 og 7, þar sem gerð er grein fyrir breytingum á innra skipulagi íbúða E og F, það er í samræmi við b.lið greinar 2.3.5. í byggingarreglugerð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomin gögn 27. mars 2020.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið tilkynningu um framkvæmdina og staðfestir að hún er í samræmi við gildandi aðaluppdrætti og geti því fallið undir grein 2.3.5. í byggingarreglugerð um minniháttar framkvæmd sem er undanþegin byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 13:40.