Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

818. fundur 16. júní 2021 kl. 13:00 - 13:15 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson verkefnastjóri
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Nonnahagi 12-20 - umsókn um breytingu á teikningum

Málsnúmer 2019110235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 þar sem Brynjólfur Árnason fyrir hönd VA-verktaka ehf., sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af raðhúsi á lóð 12-20 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 16. júní 2021.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið hvað varðar stærð hússins.

2.Kotárgerði 29 - umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskýli

Málsnúmer 2021051306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Margrétar Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir svalalokun/sólstofu við hús nr. 29 við Kotárgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Innkomar nýjar teikningar 11. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hrísalundur 1A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060284Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2021 frá Hjálpræðishernum á Íslandi þar sem hann sækir um leyfi til að koma fyrir lyftu í vesturenda hússins. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hans-Olav Andersen. Innkomin leiðrétt gögn 15. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Skarðshlíð 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060316Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2021 frá Tryggva Tryggvasyni þar sem hann fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

5.Ránargata 22 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021061248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2021 þar sem Vipa Sudee sækir um leyfi til að útbúa bílastæði á lóð nr. 22 við Ránargötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 3ja metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

6.Borgarsíða 16 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021061297Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2021 þar sem Ómar Björn Skarphéðinsson sækir um stækkun á bílastæði til suðurs á lóð nr. 16 við Borgarsíðu til að koma fyrir 9 m hjólhýsi. Í kjölfarið þyrfti að taka úrtak úr kantsteini.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Fundi slitið - kl. 13:15.