Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

806. fundur 18. mars 2021 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Furuvellir 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun á 2. hæð

Málsnúmer 2021023056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ormsson ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð húss nr. 5 við Furuvelli. Fyrirhugað er að breyta hæðinni í íbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 9. mars 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Baldursnes 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gæludýraverslun

Málsnúmer 2021030291Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2021 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Þórs hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 8 við Baldursnes vegna gæludýraverslunar, stækka bílastæði, breikka innkeyrslu og setja upp skilti við norðurinnkeyrslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Davíðshagi 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021030438Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Davíðshaga 10, húsfélags sækir um byggingarleyfi fyrir svalalokunarkerfi á svalir og verönd. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar Árnason og samþykki eigenda.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Eyjafjarðarbraut L147548 - flugstöð - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021011489Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Björn Guðbrandsson fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við flugstöð Akureyrar við Eyjafjarðarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björn Guðbrandsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. mars 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 13:30.