Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

799. fundur 28. janúar 2021 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson Verkefnastjóri byggingarmála
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - umsókn um byggingarleyfi fyrir stólalyftu, tveimur lyftuhúsum/stjórnstöð og spennistöð

Málsnúmer 2018030402Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í neðra lyftuhúsi við nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli. Fyrirhugað er að breyta snyrtingu í geymslu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Nonnahagi 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100560Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2021 þar sem Björgvin Snæbjörnsson fyrir hönd Guðmundar Snorra Guðmundssonar sækir um breytingar frá áður samþykktum aðaluppdráttum. Um er að ræða hækkun á gólfkóta húss og stækkun á verönd að lóðarmörkum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björgvin Snæbjörnsson. Innkomið samþykki lóðarhafa Nonnahaga 11 fyrir vegg á lóðamörkum 28. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Oddeyrargata 38 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020110830Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Roberts Wojciechowski sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 38 við Oddeyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 9. desember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hringteigur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020120278Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. desember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ríkiseigna sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Hringteig. Fyrirhugaðar eru breytingar á kjallara, innrétta skjalageymslu og bæta starfsmannaaðstöðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 20. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Hafnarstræti - umsókn um langtímaleyfi fyrir söluvagni

Málsnúmer 2020120305Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. október 2020 þar sem Lasagne and more ehf. sækir um endurnýjun stöðuleyfis fyrir söluvagn í Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2021 með fyrirvara um að skilað verði inn starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

Minnt er á ákvæði í 6. grein samþykktar Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu um afturköllun stöðuleyfis ef samfellt rof myndast á sölustarfsemi í meira en 90 daga.

6.Skólastígur - umsókn um langtímaleyfi, pylsuvagn

Málsnúmer 2020121413Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. desember 2020 þar sem GA Samvirkni ehf. sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Sundlaug Akureyrar við Skólastíg. Meðfylgjandi er starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2021.

Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

Minnt er á ákvæði í 6. grein samþykktar Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu um afturköllun stöðuleyfis ef samfellt rof myndast á sölustarfsemi í meira en 90 daga.

7.Ráðhústorg - umsókn um langtímaleyfi fyrir söluvagn

Málsnúmer 2020121420Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. desember 2020 þar sem Tomasz Rafal Motyl sækir um stöðuleyfi fyrir söluvagn við Ráðhústorg eins og síðustu ár.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2021 með fyrirvara um að skilað verði inn starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

Minnt er á ákvæði í 6. grein samþykktar Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu um afturköllun stöðuleyfis ef samfellt rof myndast á sölustarfsemi í meira en 90 daga.

8.Hafnarstræti - endurnýjun langtímaleyfis fyrir söluvagn

Málsnúmer 2020120266Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. desember 2020 þar sem Tomasz Piotr Kujawski sækir um endurnýjun á langtímaleyfi fyrir pylsuvagn við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2021 með fyrirvara um að skilað verði inn starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

Minnt er á ákvæði í 6. grein samþykktar Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu um afturköllun stöðuleyfis ef samfellt rof myndast á sölustarfsemi í meira en 90 daga.

9.Byggðavegur 88 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun svala

Málsnúmer 2021011389Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2021 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Leonards Birgissonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 88 við Byggðaveg. Fyrirhugað er að endurbyggja og stækka svalir.

Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon og samþykki meðeigenda í húsinu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Minnt er á að gera þarf breytingu á eignaskiptasamningi vegna stækkunar svala áður en lokaúttekt verður gerð.

Fundi slitið - kl. 14:00.