Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

798. fundur 21. janúar 2021 kl. 13:00 - 13:35 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Drottningarbraut 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2020040137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um breytingar frá áður samþykktum aðaluppdráttum af Drottningarbraut 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 21. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Glerárholt - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2020060723Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember 2020 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um breytingar frá áður samþykktum aðaluppdráttum af húsinu Glerárholti. Innkomnar nýjar teikningar 19. janúar 2021 eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Halldóruhagi 1 - Kjarnagata 59 bílgeymsla - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2020061225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2021 frá Haraldi S. Árnasyni þar sem hann fyrir hönd Trétaks ehf. sækir um ýmsar breytingar frá áður samþykktum aðaluppdráttum af Halldóruhaga 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Þingvallastræti 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir svölum, kvisti og þaki

Málsnúmer 2020110439Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd L2 Fjárfestingafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 12 við Þingvallastræti. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi og svölum, setja nýjan kvist og styrkja þak. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon. Innkomnar nýjar teikningar 20. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Njarðarnes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020120515Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Sigurveigar Árnadóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í rými númer 0106 í húsi nr. 2 við Njarðarnes. Fyrirhugað er að útbúa atvinnueldhús í húsinu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Baldursnes 6A - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2021010037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. desember 2020 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson fyrir hönd Svefns og heilsu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 6A við Baldursnes. Fyrirhugað er að stækka verslunarrými 0102 á kostnað lagerrrýmis og stækka milliloft. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ólaf Svavarsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

7.Norðurvegur 6-8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2021010364Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2021 þar sem Haukur Ásgeirsson fyrir hönd Sævars Helgasonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6-8 við Norðurveg. Fyrirhugað er að breyta fyrirkomulagi á 1. hæð og útbúa íbúð í stað þjónusturýmis. Innkomnar nýjar teikningar 19. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Sjafnargata 3 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN060366Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. janúar 2021 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 3 við Sjafnargötu. Fyrirhugað er að innrétta verslun og lager í hluta hússins og breyta útliti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:35.