Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

794. fundur 10. desember 2020 kl. 13:00 - 13:35 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030607Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2020 þar sem Orri Árnason fyrir hönd TB24 ehf. sækir um ýmsar breytingar frá áður samþykktum teikningum af Tryggvabraut 24. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Gleráreyrar 1 - umsókn um breytingar á rými 31-33 Imperial

Málsnúmer 2020060769Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2020 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignafélags hf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af rými 31-33 í húsinu Gleráreyrum 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Grímseyjargata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100862Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2020 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Búvíss ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir áfanga eitt á lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar leiðréttar teikningar og gögn 2. desember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Steindórshagi 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020110897Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. nóvember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 9 við Steindórshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

5.Krossanes 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss

Málsnúmer 2020110950Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2020 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Olíudreifingar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 5 við Krossanes. Fyrirhugað er að fjarlægja leka þakglugga og loka með járni. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Eiðsvallagata 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og bílskýli

Málsnúmer 2020120032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2020 þar sem Sigbjörn Kjartansson fyrir hönd Sigurgeirs Benjamínssonar sækir um byggingaleyfi til að byggja ofan á hús nr. 11 við Eiðsvallagötu ásamt bílgeymslu og bílskýli á lóð.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

7.Stjörnugata 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2020120038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. desember 2020 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Jóns Stefáns Hjaltalín Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu og stækkun á hesthúsi á lóð nr. 5 við Stjörnugötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

8.Gleráreyrar 1, rými 34 (23, 34-36) - umsókn um byggingarleyfi H&M

Málsnúmer 2019110088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2020 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignafélags hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af rými 34 (23, 35-40) í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:35.