Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

792. fundur 26. nóvember 2020 kl. 13:00 - 14:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Tryggvabraut 18-20 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2020060454Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2020 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson, fyrir hönd Festi hf., sækir um breytingar á innréttingu frá áður samþykktum teikningum af Tryggvabraut 18-20. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Guðmund Odd Víðisson. Innkomin ný teikning 23. nóvember 2020 og fallið er frá umsókn um breytingar utanhúss.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Rangárvellir 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2020070934Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2020 þar sem Gísli Jón Kristinsson fyrir hönd Landsnets hf. sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við tengivirkishús á lóðinni nr. 1 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Kjarnagata 45 - umsókn um byggingarleyfi fyrir svalalokunum

Málsnúmer 2020090604Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Kjarnagötu 45 húsfélags sækir um byggingarleyfi fyrir svalalokunum á veröndum, svölum og svalagöngum hússins nr. 45 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar og greinargerð brunahönnuðar 23. nóvember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Davíðshagi 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir svalalokunum

Málsnúmer 2020100604Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2020 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd íbúðareigenda á 1. og 3. hæð sækir um byggingarleyfi fyrir svalalokunum á 1. og 3. hæð húss nr. 6 við Davíðshaga. Leyfi fyrir svalalokunum á 2. hæð hefur þegar verið veitt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson og samþykki meðeigenda.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Grímseyjargata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020100862Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2020 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Búvís ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir áfanga eitt á lóð nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar 19. nóvember 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Nonnahagi 17 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020110110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. nóvember 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Alexanders Benediktssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 17 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Þingvallastræti 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2020110439Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd L2 Fjárfestingafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 12 við Þingvallastræti. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi og svölum, setja nýjan kvist og styrkja þak.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

8.Kotárgerði 29 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna svalaskýlis

Málsnúmer 2020110851Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Margrétar Jónsdóttur leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu garð-/svalaskýlis við hús nr. 29 við Kotárgerði.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.