Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

777. fundur 07. ágúst 2020 kl. 14:00 - 15:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Arnar Ólafsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson
Dagskrá

1.Halldóruhagi 5 - umsókn um byggingarleyfi breytingar

Málsnúmer 2017070007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2020 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd húseigenda Halldóruhaga 5 sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af lóð og raðhúsi á lóðinni nr. 5 við Halldóruhaga. Innkomnar nýjar teikningar þann 4. ágúst 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hlíðarfjallsvegur, L215098 - umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu skýlis

Málsnúmer 2019100235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júlí 2020 frá Arngrími Sverrissyni þar sem hann fyrir hönd Terra ehf. sækir um breytingu frá áður samþykktum teikningum hvað varðar staðsetningu skýlis á lóð félagsins við Hlíðarfjallsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Skólastígur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020070466Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júlí 2020 frá Valþóri Brynjarssyni þar sem hann fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af skólahúsnæði í Skólastíg 2, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Sandgerðisbót 2D - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020071055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júlí frá Haraldi Sigmar Árnasyni þar sem hann fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs, kt 410169-6229, sækir um byggingarleyfi og heimild til jarðvegsskipta að Sandgerðisbót 2D, mhl. 01. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

5.Sandgerðisbót 2C - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020071056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júlí frá Haraldi Sigmar Árnasyni þar sem hann fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi og heimild til jarðvegsskipta að Sandgerðisbót 2C, mhl. 02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Rangárvellir 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020070934Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júlí 2020 þar sem Gísli Jón Kristinsson fyrir hönd Landsnets sækir um leyfi til að byggja 220 kV GIS tengivirki og spennahús.

220 kV GIS tengivirki er 1 hæð og kjallari gerð fyrir raforkuvirki, og tengist eldra húsi með anddyri.

Opin spennabygging er gerð fyrir 3 spenna og olíuspólu.

Milli bygginganna verður steinsteyptur strengjastokkur í jörð.

Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 15:30.