Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

772. fundur 30. júní 2020 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Arnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Óseyri 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2019110354Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2020 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Klettabjarga ehf., kt. 490908-0990, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af húsi nr. 4 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 8. og 30. júní 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Ægisgata 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040416Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2020 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Múrfags ehf., kt. 570196-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 1 við Ægisgötu. Fyrirhugað er að stækka baðherbergi, færa eldhús og endurnýja lagnir, endurnýja glugga og svalahurð og endurnýja þakklæðningu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Steindórshagi 2-10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040417Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2020 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Knx ehf., kt. 410817-0390, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 2 við Steindórshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar teikningar 25. júní 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Steindórshagi 12-18 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040544Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. apríl 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 12-18 við Steindórshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Innkomnar teikningar 11. júní 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Lagna- og reiðbrú á Glerá - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060194Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2020 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Landsnets hf., kt. 580804-2410, sækir um byggingarleyfi fyrir lagna- og reiðbrú á Glerá í strengstæði Hólasandslínu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Berg Steingrímsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Langahlíð 20 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020060204Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2020 frá Ingvari K. Ísfeld Stefánssyni þar sem hann sækir um stækkun á innkeyrslu inn á lóðina nr. 20 við Lönguhlíð.
Byggingarfulltrúi getur ekki orðið við beiðni um stækkun úrtaka í kantstein að bílastæðum með vísun í vinnureglur Akureyrarbæjar um úrtök, þar sem þau eru nú þegar yfir viðmiðunarlengd úrtaka við einbýlishús.

Umsækjanda er bent á að vera í sambandi við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna lagfæringa gangstétta og kantsteina.

7.Eyrarlandsvegur 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060369Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2020 frá Fanneyju Hauksdóttur þar sem hún fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar sækir um leyfi til niðurrifs núverandi húss á lóðinni nr. 31 við Eyrarlandsveg og byggingarleyfi fyrir nýju húsi á lóðinni.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrif hússins þar sem það er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um nýtt hús á lóðinni.

8.Hafnarstræti 37 - umsókn um byggingarleyfi fyrir niðurrifi

Málsnúmer 2020060424Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2020 frá Sigurði Björgvin Björnssyni þar sem hann fyrir hönd Guðmundar Guðmundssonar, dánarbús Jóns Vilbergs Harðarsonar og Huldu Gestsdóttur sækir um leyfi til niðurrifs þess hluta hússins Hafnarstrætis 37 sem er ofan jarðhæðar. Um er að ræða rústir eftir bruna. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar.
Byggingarfulltrúi samþykkti niðurrifið þann 10. júní sl., með þeim fyrirvörum er fram koma í umsögn Minjastofnunar.

9.Einilundur 10F - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060451Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2020 frá Valþór Brynjarssyni þar sem hann fyrir hönd Ingibjargar Sigtryggsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við raðhúsaíbúð 10F á lóðinni nr. 10 við Einilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Tryggvabraut 18-20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060454Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2020 frá Guðmundi Oddi Víðissyni þar sem hann fyrir hönd Festi hf., kt. 540206-2010, sækir um leyfi til breytinga á 1. og 2. hæð hússins nr. 18-20 við Tryggvabraut samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Guðmund Odd Víðisson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Ránargata 11 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020060528Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2020 þar sem Magdalena Ásgeirsdóttir sækir um leyfi til að bæta við bílastæði við Ránargötu 11, til suðurs.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæðið með 4 metra úrtaki úr kantsteini, með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

12.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060769Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2020 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi fyrir breytingu á rýmum 31 og 33 á Glerártorgi. Rýmin verða sameinuð og hluti framhliðar verslunar verður framlengd út á göngugötu um 2 metra með glerveggjum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

13.Hringteigur 2 - fyrispurn um þakglugga

Málsnúmer 2020060913Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Ríkiseigna, kt. 690981-0259, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að loka núverandi þakgluggum með þaki og setja nýja staka þakglugga á húsið nr. 2 við Hringteig.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um breytinguna með aðaluppdráttum.

14.Stekkjargerði 6 - umsókn um garðhýsi

Málsnúmer 2020060960Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2020 þar sem Jón Þorvaldur Heiðarsson sækir um leyfi fyrir garðhýsi á lóð sinni við Stekkjargerði 6. Meðfylgjandi er afstöðumynd, samþykki nágranna og teikningar.
Byggingarfulltrúi bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð þarf ekki byggingarleyfi fyrir garðskúrnum, en vegna nálægðar garðskúrsins við glugga og bílgeymslu þarf sá veggur er snýr að bílgeymslu ásamt þaki að vera með brunavörn EI60.

15.Furuvellir 17 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020061077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júní 2020 frá Aðalsteini Snorrasyni þar sem hann fyrir hönd Haga hf., kt. 670203-2120, sækir um stækkun á núverandi anddyri og skyggni á austurhlið hússins nr. 17 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagráðs um erindið.

16.Halldóruhagi 5 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017070007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2020 þar sem Gústaf Línberg Kristjánsson sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum á raðhúsi nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

17.Móasíða 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019020314Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. apríl 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, sækir um leyfi til breytinga á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 1 við Móasíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar teikningar 28. júní 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

18.Hjalteyrargata 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020368Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. febrúar 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Slippsins Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 20 við Hjalteyrargötu. Fyrirhugað er að innrétta starfsmannabústað á 3. hæð í matshluta 01.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.