Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

770. fundur 28. maí 2020 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Björn Jóhannsson staðgengill byggingarfulltrúa
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Ásabyggð 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2016 þar sem Sigurður Áki Eðvaldsson og Lísbet Gröndvaldt Björnsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir geymslum í kjallara húss nr. 18 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar eru nýjar teikningar frá 26. maí 2020 eftir Kára Magnússon.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Kringlumýri 9 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016090127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2020 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Tryggva Más Ingvarssonar sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af Kringlumýri 9 samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 26. maí 2020.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

3.Tryggvabraut 14 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019060500Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Tryggvabraut 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

4.Brekatún 2 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019070318Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júlí 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Brekatúns 2, húsfélags, kt. 680115-0870, sækir um leyfi fyrir breytingum í Brekatúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarssn. Innkomnar nýjar teikningar 26. maí 2020.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

5.Steindórshagi 2-10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040417Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2020 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Knx ehf., kt. 410817-0390, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 2 við Steindórshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Steindórshagi 12-18 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040544Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. apríl 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 12-18 við Steindórshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Espilundur 15 - umsókn um stækkun bílastæðis og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020050591Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2020 frá Jóni Baldvini Hannessyni þar sem hann sækir um stækkun á bílastæði og úrtak í kantstein við húsið Espilund 15 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir 3ja metra breytt bílastæði austan aðkomustéttar. Heildarlengd á úrtaki verði 8 metrar, með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

8.Óseyri 19 - umsókn um byggingarleyfi fyrir tækjageymslu með tengibyggingu

Málsnúmer 2019110207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2019 þar sem Guðjón Þ. Sigfússon fyrir hönd Bjarna Hallgrímssonar sækir um byggingarleyfi fyrir tækjageymslu með tengibyggingu við eldra hús á lóð nr. 19 við Óseyri. Meðfylgjandi teikning eftir Guðjón Þóri Sigfússon. Innkomnar nýjar teikningar 26. maí 2020.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

9.Gleráreyrar 1, rými 40 - umsókn um byggingarleyfi, Flying Tiger

Málsnúmer 2019110279Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2020 þar sem Svava B. Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af rými 40 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar fyrir verslunina Flying Tiger. Meðfylgjandi er teikningar eftir Svövu B. Bragardóttur. Innkomnar nýjar teikningar 27. maí 2020 og minnisblað brunahönnuðar.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

10.Gleráreyrar 1, rými 47 - umsókn um byggingarleyfi, Kid´s Coolshop

Málsnúmer 2019110277Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2020 þar sem Svava B. Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Kids Coolshop rými 47 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu B. Bragadóttur.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.