Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

767. fundur 07. maí 2020 kl. 13:00 - 14:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Daggarlundur 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050061Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Ragnars Hauks Haukssonar og Ólafar Ástu Salmannsdóttur sækir um frest til að reisa hljóðvegg næst Brálundi við hús nr. 2 við Daggarlund.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Davíðshagi 4 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017060027Vakta málsnúmer

Erindi frá Haraldi Sigmari Árnasyni dagsett 5. desember 2018 fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, og nýtt erindi dagsett 25. mars 2020 fyrir hönd Davíðshaga 4 húsfélags, kt. 551118-0100, þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum ásamt svalalokunum á fjölbýlishúsi nr. 4 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 4. maí 2020 ásamt samþykki meirihluta eigenda.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Lerkilundur 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040402Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Egils Arnar Sigurðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum er varðar bílgeymslu húss nr. 12 við Lerkilund. Fyrirhugað er að tengja bílgeymsluna við hús og breyta í íbúðarrými. Meðfylgjandi teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Frostagata 1A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040403Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Regins Fannars Unasonar sækir um leyfi til að breyta iðnaðarrými í nuddstofu og tækjasal fyrir þrekæfingar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki meðeiganda í húsinu.

5.Ásvegur 33 - fyrirspurn vegna viðhalds glugga og hurða utanhúss

Málsnúmer 2020050041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2020 þar sem Jón Valgeir Halldórsson leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á húsi nr. 33 við Ásveg. Fyrirhugað er að skipta um glugga og hurðir.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina og bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunum.

6.Fossagil 2 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN050675Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2020, þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Hafsteins Sveinssonar og Bjarkar Sigríðar Garðarsdóttur sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Fossagili 2. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Ljómatún 9 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN060645Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Húsfélags Ljómatúni 9, kt. 451011-1110, sækir um byggingaleyfi fyrir breytingum utanhúss við hús nr. 9 við Ljómatún. Meðfylgjandi er teikningar eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Bjarmastígur 11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019060045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2020 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd RA fasteigna ehf., kt. 460612-1280, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af íbúðarhúsi og lóð nr. 11 við Bjarmstíg. Fyrirhugað er að skipta um þak, einangra og múrhúða húsið utan, færa inngang ásamt smávægilegum breytingum á innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 27. apríl 2020 ásamt samþykki nágranna.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Höfðahlíð Glerárskóli D-álma - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar á D-álmu

Málsnúmer 2020020513Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir endurbótum á D-álmu Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. maí 2020.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu en heimilar nauðsynlegt niðurrif innréttinga vegna framkvæmdarinnar.

10.Kristjánshagi 15-21 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030605Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 15-21 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar. Innkomnar nýjar teikningar 6. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Kristjánshagi 23-27 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030601Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 23-27 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar. Innkomnar nýjar teikningar 6. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.