Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

764. fundur 17. apríl 2020 kl. 10:00 - 10:35 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Bjarmastígur 11 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019060045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2020 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd RA fasteigna ehf., kt. 460612-1280, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af íbúðarhúsi og lóð nr. 11 við Bjarmastíg. Fyrirhugað er að skipta um þak, einangra og múrhúða húsið að utan, færa inngang ásamt smávægilegum breytingum á innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Höfðahlíð leikskóli - umsókn um jarðvinnu

Málsnúmer 2020010175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2020 þar sem Andrea Sif Hilmarsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að hefja jarðvinnu vegna byggingar leikskóla á lóð Glerárskóla við Höfðahlíð á grundvelli byggingarleyfisumsóknar.
Byggingarfulltrúi hefur samþykkt erindið þann 7. apríl 2020 með fyrirvörum sem fram koma í umsögn slökkviliðsins um aðkomu að byggingum á lóðinni.

3.Höfðahlíð leikskóli - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu leikskóla á lóð Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 15. apríl 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Heiðartún 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030567Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Björns Ómars Sigurðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Kristjánshagi 23-27 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030601Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 23-27 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Kristjánshagi 15-21 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030605Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 15-21 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Birkilundur 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030623Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2020 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Ástu Birgisdóttur og Inga Arnvið Hansen sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu milli bílgeymslu og íbúðarhúss nr. 3 við Birkilund.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Sandgerðisbót Byrgi - umsókn um niðurrif geymslu

Málsnúmer 2020040027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2020 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs geymslu á lóð Byrgis í Sandgerðisbót.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. laga um mannvirki.

9.Hrísalundur 3 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2020040116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2020 þar sem Gæðabakstur ehf., kt. 550595-2499, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma á lóð nr. 3 við Hrísalund.
Byggingarfulltrúi samþykkir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tveimur frystigámum vestan við húsið ásamt skýli milli þeirra til 30. apríl 2021. Kröfur um hávaða frá gámunum skulu vera innan leyfilegra marka reglugerða.

Fundi slitið - kl. 10:35.