Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

761. fundur 19. mars 2020 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Björn Jóhannsson staðgengill byggingarfulltrúa
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Kjarnagata 25 - umsókn um byggingarleyfi fyrir farsímamastri

Málsnúmer 2020010011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2020 þar sem Hjörtur Líndal fyrir hönd Nova hf., kt. 531205-0810, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af uppsetningu farsímamasturs á þaki húss nr. 25 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Lúvík D. Björnsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

2.Brekkugata 1B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019020351Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Muga ehf., kt. 510512-0570, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi og notkun á öllum hæðum hússins nr. 1B við Brekkugötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomin ný teikning 6. mars 2020.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

3.Höfðahlíð Glerárskóli - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar á D-álmu

Málsnúmer 2020020513Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. febrúar 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir endurbótum á D-álmu Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiskjali.

4.Hafnarstræti 17 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020563Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Ragnars Freys Steinþórssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 17 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi og setja svalir á suðurhlið ásamt stiga niður á lóð. Meðfylgjandi teikningar eftir Kára Magnússon. Innkomnar nýjar teikningar 4. mars 2020.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

5.Furuvellir 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030534Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd A441, kt. 590215-1040, sækir um byggingarleyfi fyrir innréttun matvinnslu ásamt starfsmannaaðstöðu á 1. hæð í húsi nr. 7 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir eftirlitsaðila.

6.Stórholt 1 - byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer BN040547Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Friðriks Karlssonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 1 við Stórholt. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Kristjánshagi 3-13 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010316Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir sex íbúða raðhúsi á lóð nr. 3 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 21. febrúar 2020.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

8.Glerárgata 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010631Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2020 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 36 við Glerárgötu. Fyrirhugað er að koma fyrir þjónustuverslun N1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Guðmund Odd Víðisson. Innkomnar nýjar teikningar 18. mars 2020.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Gudmannshagi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020683Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Gudmannshaga. Meðfylgjandi eru teikningar Tryggva Tryggvasonar.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:00.