Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

758. fundur 13. febrúar 2020 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Kjarnagata 25 - umsókn um byggingarleyfi fyrir farsímamastri

Málsnúmer 2020010011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2019 þar sem Hjörtur Líndal fyrir hönd Nova hf., kt. 531205-0810, sækir um byggingarleyfi fyrir uppsetningu farsímamasturs við hús nr. 25 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er gátlisti og samþykki lóðareiganda.

Innkomin umsögn Isavia 6. febrúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um að sett verði upp hindranalýsing efst á mastrið.

2.Kaupvangsstræti 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gistiskálum á 3. hæð

Málsnúmer 2020010570Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, sækir um byggingarleyfi til að breyta 3. hæð Kaupvangsstrætis 16 í aðstöðu fyrir gistiskála. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa og teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Glerárgata 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010631Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2020 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 36 við Glerárgötu. Fyrirhugað er að koma fyrir þjónustuverslun N1. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Guðmund Odd Víðisson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Kristjánshagi 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010316Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir sex íbúða raðhúsi á lóð nr. 3 við Kristjánshaga.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:30.