Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

757. fundur 06. febrúar 2020 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Móasíða 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019020314Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2020 þar sem Jón Stefán Einarsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 1 við Móasíðu. Fyrirhugað er að fjölga herbergjum í þremur íbúðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jón Stefán Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. febrúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Strandgata 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019090554Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 33 við Strandgötu. Sótt er um að breyta innra skipulagi á rishæð, breyta þaki á stigauppgöngu að norðan og útbúa svalir á vesturgafl. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson og umsögn Minjastofnunar Íslands. Erindið var grenndarkynnt og afgreitt jákvætt af skipulagsráði.

Innkomin leiðrétt gögn 5. febrúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Gleráreyrar 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannarými

Málsnúmer 2019120319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2019 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Fyrirhugaðar eru breytingar á aðstöð húsvarða og sameiginlegum starfsmannarýmum norðan rýma 29-30 vegna annarra breytinga í húsinu. Bætt verður við glugga á norðurhlið. Meðfylgjandi er teikning eftir Svövu Björk Bragadóttur. Innkomnar ný teikning 24. janúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Skipagata 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám/geymsluskúr

Málsnúmer 2020020014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. janúar 2020 þar sem Rahim Hamarostami sækir um stöðuleyfi fyrir gám eða geymsluskúr fyrir matvæli (ekki kælivöru) bak við hús nr. 2 við Skipagötu. Stærðin yrði um 1,5-2 x 3m. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu.
Byggingarfulltrúi getur ekki samþykkt stöðuleyfi fyrir gám miðað við fyrirhugaða notkun og telur eðlilegra að sótt sé um byggingarleyfi fyrir slíkri geymslu. Lóðarstærð, byggingarreitur og nýtingarhlutfall lóðarinnar gæti heimilað það.

Eigandi eignar á 1. hæð verður að sækja um það með teikningum og öðrum þeim gögnum sem skila þarf vegna umsóknar um byggingarleyfi ásamt samþykki meðeiganda í húsinu.

5.Höfðahlíð - umsókn um byggingarleyfi fyrir leikskóla

Málsnúmer 2020010175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu leikskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:45.