Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

754. fundur 16. janúar 2020 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geirþrúðarhagi 6A - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019050249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Geirþrúðarhaga 6 ehf., kt. 690519-0970, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6A við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Geirþrúðarhagi 6B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019050251Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Geirþrúðarhaga 6 ehf., kt. 690519-0970, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6B við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Suðurbyggð 2 - garðskúr

Málsnúmer BN000207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. janúar 2020 þar sem Inga Þöll Þórgnýsdóttir fyrir hönd Þórgnýs Þórhallssonar óskar eftir að felldur verði úr fasteignaskrá matshluti 03, garðskúr, sem nú stendur á lóðinni Suðurbyggð 2.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Skólastígur 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2020010016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Regins atvinnuhúsnæðis ehf., kt. 521009-1010, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 4 við Skólastíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:40.