Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

752. fundur 19. desember 2019 kl. 13:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geislagata 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2019 þar sem Steinunn M. Guðmundsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð húss nr. 9 við Geislagötu. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla, greinargerð vegna förgunar og teikningar eftir Steinunni M. Guðmundsdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Spítalavegur 11 / Tónatröð 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, sækir um leyfi til að hefja framkvæmdir við niðurrif innveggja að hluta samkvæmt meðfylgjandi teikningu af húsinu nr. 11 við Spítalaveg, mhl. 03, vegna fyrirhugaðra breytinga á húsinu.
Byggingarfulltrúi heimilar umbeðið niðurrif en ekki uppbyggingu nýrra veggja.

3.Sjafnarstígur 3 - fyrirspurn vegna stækkunar húss

Málsnúmer 2019100130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2019 þar sem Haukur Haraldsson fyrir hönd Oddfellowhússins Sjafnarstíg 3, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka hús nr. 3 við Sjafnarstíg. Meðfylgjandi eru fyrirspurnarteikningar eftir Hauk Haraldsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina.

4.Kaupvangsstræti 8-10-12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innan- og utanhúss

Málsnúmer 2019100306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2019 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Akureyrarbæjar, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og nýrri aðkomu að rými undir Gilsbakkavegi í húsi nr. 8-10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Gleráreyrar 1 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2019120242Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. desember 2019 þar sem Svava Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., leggur fram fyrirspurn um möguleika á lítilli viðbyggingu norðan á húsið nr. 1 við Gleráreyrar.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina.

6.Strandgata 3 - fyrirspurn vegna klæðningar

Málsnúmer 2019120039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Strandgötu 3, húsfélags, leggur inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar álklæðningar á hvíta fleti hússins nr. 3 við Strandgötu. Meðfylgjandi er sérteikning eftir Kára Magnússon.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina.

Fundi slitið - kl. 13:20.