Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

745. fundur 30. október 2019 kl. 13:00 - 13:55 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Gránugata 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015020031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. október 2019 þar sem Ólöf Ýr Lárusdóttir og Bjarmi Sigurgarðarsson óska eftir að byggingaráform fyrir nýbygginu og breytingum á hesthúsi nr. 18 við Gránugötu verði endurvakin. Meðfylgjandi er ný skráningartafla og teikning eftir Harald S. Árnason. Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2019080278Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2019 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Efniviðar ehf., kt. 680704-2950, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum í húsi nr. 24 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 29. október 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Byggðavegur 114A - umsókn um byggingarleyfi til að breyta eigninni í tvö gistirými

Málsnúmer 2019090080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2019 þar sem Arnhildur Pálmadóttir fyrir hönd Auðuns Þorsteinssonar sækir um byggingarleyfi til að breyta húsi nr. 114A við Byggðaveg í tvö gistirými með sérinngangi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Arnhildi Pálmadóttur. Innkomnar nýjar teikningar 25. október 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Krókeyrarnöf 14 - byggingarleyfi fyrir einbýli

Málsnúmer BN070286Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2019 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Grettistaks ehf., kt. 680717-0950, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 14 við Krókeyrarnöf. Fyrirhugað er að breyta úr steinsteypu einangrun að utan í plasteinangrunarmót. Gluggasetning breytist og veggur milli bílskúrs og íbúðar verður timburgrind og gifs. Meðfylgjandi er teikningar eftir Rögnvald Harðarson, ásamt samþykki kaupenda. Innkomnar nýjar teikningar 28. október 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:55.