Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

738. fundur 06. september 2019 kl. 10:00 - 10:40 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Glerárskóli við Höfðahlíð - umsókn um byggingarleyfi - breytingar á íþróttahúsi

Málsnúmer 2019040329Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 29. ágúst 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á íþróttahúsi Glerárskóla við Höfðahlíð. Fyrirhugað er að bæta aðstöðu hreyfihamlaðra og fleira. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Kringlumýri 11 - afturköllun á byggingaráformum

Málsnúmer 2019050129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2019 þar sem Erla Björnsdóttir fyrir hönd Magnúsar Snorra Magnússonar óskar eftir að falla frá samþykktum byggingaráformum fyrir viðbyggingu við hús nr. 11 við Kringlumýri.
Samþykkt.

3.Hringteigur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi til flutnings

Málsnúmer 2019080391Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi til flutnings, sem byggður yrði á svæði 3, við Hringteig 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 4. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Strandgata 31 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi

Málsnúmer 2019080525Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi í húsi nr. 31 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta skrifstofum í geymslur og fjölga flóttaleiðum. Meðfylgjandi eru samþykki eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Byggðavegur 114A - umsókn um byggingarleyfi til að breyta eigninni í tvö gistirými

Málsnúmer 2019090080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2019 þar sem Arnhildur Pálmadóttir fyrir hönd Auðuns Þorsteinssonar sækir um byggingarleyfi til að breyta húsi nr. 114A við Byggðaveg í tvö gistirými með sérinngangi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Arnhildi Pálmadóttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

6.Surtlugata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019080017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. ágúst 2019 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Jakobs R. Jónssonar sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi á lóð nr. 2 við Surtlugötu. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 29. ágúst 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 10:40.