Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

723. fundur 17. maí 2019 kl. 12:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.KA hús Dalsbraut - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum í búningsklefum og snyrtingum

Málsnúmer 2019040021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á KA húsi við Dalsbraut. Breytingarnar snúa að búningsklefum, sturtum og snyrtingum. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomin ný teikning 7. maí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Glerárskóli við Höfðahlíð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019040051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi Glerárskóla við Höfðahlíð. Fyrirhugaðar breytingar eru bæði innan- og utanhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 7. maí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Skila skal inn lagfærðri brunahönnun.

3.Hafnarstræti 104 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Eiríks Þorgeirssonar og Föðurhúsa ehf., kt. 570418-0680, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hafnarstræti nr. 104. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

4.Strandgata 16 - umsókn um byggingarleyfi mhl 02

Málsnúmer 2019050158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um byggingarleyfi fyrir vakthúsi á lóðinni nr. 16 við Strandgötu samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 6. maí 2019 ásamt greinargerð.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Gudmannshagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019050290Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2019 þar sem Þorleifur Eggertsson fyrir hönd Bjargs íbúðafélags hses., kt. 490916-0670, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Gudmannshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorleif Eggertsson. Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti en frestar afgreiðslu að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hjalteyrargata 8 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2019050319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2019 þar sem Viggó Maríasson fyrir hönd Kletts - sölu og þjónustu ehf., kt. 461009-0420, sækir um stöðuleyfi fyrir 3 x 40 feta gáma á lóð nr. 8 við Hjalteyrargötu. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi fyrir gámana til 1. júní 2020.

7.Geirþrúðarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2019 þar sem Tryggvi Tryggvason hjá Opus fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., kt. 610711-0570, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 2 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 10. maí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Glerárskóli við Höfðahlíð - breytingar á íþróttahúsi

Málsnúmer 2019040329Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 17. apríl 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á íþróttahúsi Glerárskóla við Höfðahlíð. Skipta á um þakeiningar, endurnýja gólf og endurnýja loftræsikerfi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 8. maí 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Kjarnagata 51- umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019020183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er gátlisti aðaluppdrátta og aðalteikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomin ný teikning 17. maí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:20.