Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

688. fundur 16. ágúst 2018 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Kaupvangsstræti 8-10-12, Listasafnið - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. ágúst 2018 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum húss nr. 8-12 við Kaupvangsstræti, Listasafn. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason. Innkomnar nýjar teikningar 13. ágúst 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Gleráreyrar 1 - rými 13, veitingastaður

Málsnúmer 2017070059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd EF1 ehf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi til að breyta rými í suð-austurhorni, rými 13, húss nr. 1 við Gleráreyrar, Glerártorgs í veitingastað á tveimur hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 15. ágúst 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Kjarnagata 51 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílakjallara

Málsnúmer 2018050066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir bílakjallara á lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Óskað er eftir heimild til jarðvegsskipta. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 15. ágúst.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Lyngholt 9, umsókn um bílgeymslu - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2017100032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2018 þar sem Arnþór Tryggvason fyrir hönd Jóhanns Elvars Tryggvasonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og þaksvölum við hús nr. 9 við Lyngholt, ásamt breytingum á innra skipulagi húss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 15. ágúst 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Hvannavellir 14 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2018070358Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2018 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Reita - skrifstofa ehf., 530117-0730, sækir um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á 2. hæð að Hvannavöllum 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Haukdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 8. ágúst 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Kristjánshagi 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018080136Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um leyfi til jarðvegsskipta fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 4 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta.

Fundi slitið - kl. 14:00.