Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

678. fundur 17. maí 2018 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Aðalstræti 19 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2018050073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 19 við Aðalstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem erindið er ekki í samræmi við deiliskipulag og stærð bílskúrsins leyfir ekki að þar sé geymdur bíll.

2.Daggarlundur 11 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014090246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Friðgeirs Valdimarssonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 11 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 7. maí 2018.
Byggingarfulltrúi hafnar breytingum á gangi þar sem breytingin uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar um algilda hönnun, eftir breytingu sem gerð var á henni 2. maí 2016.

3.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018050083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hrísalundur 5 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015120082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 5 við Hrísalund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hamarstígur 30 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2018 þar sem Sæmundur Óskarsson fyrir hönd Svartra fata ehf., kt. 690102-4550, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 30 við Hamarstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sæmund Óskarsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Margrétarhagi 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017120492Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. desember 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Hraunar ehf., kt. 530106-2090, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 17. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Kjarnagata 51 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2018050066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir bílkjallara á lóð nr. 51 við Kjarnagötu. Óskað er eftir heimild til jarðvegsskipta. Meðfylgjandir eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi heimilar jarðvegsskipti en frestar afgreiðslu teikninga með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Brekkugata 13a - fyrirspurn um svalir

Málsnúmer 2018050123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2018 þar sem Þóra Karlsdóttir og Björn Jónsson leggja inn fyrirspurn varðandi byggingu svala við hús nr. 13a við Brekkugötu. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi bendir umsækjanda á að vegna aldurs hússins þarf umsækjandi að leggja fram samþykki Minjastofnunar Íslands fyrir breytingum á húsinu og frestar byggingarfulltrúi erindinu þar til það liggur fyrir.

9.Hamarstígur 30 - úrtaka á kantstein

Málsnúmer 2018050151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2018 þar sem Gunnar Atli Fríðuson sækir um úrtöku á kantstein við hús nr. 30 við Hamarstíg. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu vegna nálægðar við hraðahindrun og gangbraut.

10.Einilundur 4e - garðhús

Málsnúmer 2018050076Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2018 þar sem Erla K. Þorsteinsdóttir og James N. Robertsson sækja um leyfi til að setja niður garðhús á lóð nr. 4e við Einilund. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og skýringarmynd. Innkomið samþykki nágranna.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið samkomulag við nágranna um uppsetningu á smáhýsi við lóðarmörk að húsi nr. 5. Smáhýsið uppfyllir skilyrði greinar 2.3.5. í byggingarreglu-gerð og er því ekki byggingarleyfisskylt.

Fundi slitið - kl. 14:20.