Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

662. fundur 18. janúar 2018 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvmeber 2017 þar sem Khattab Al Mohammed sækir um endurnýjun á stöðuleyfis fyrir matsöluvagn í Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

2.Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. júlí 2017 þar sem Kristján Atli Dýrfjörð sækir um stöðuleyfi fyrir söluvagn í Hafnarstræti eða við Ráðhústorg. Vagninn er merktur ferðaþjónustufyrirtækinu Via Tours. Vagninn mun mögulega verða færður niður á bryggju þegar skip koma. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram fylgigögn og upplýsingar sem farið er fram á að fylgi umsókn.

3.Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2017 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd GA Samvirkni ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir pylsuvagninn við Sundlaug Akureyrar, vestan við íþróttahúsið við Laugargötu, fyrir árið 2018. Meðfylgjandi er starfsleyfi og samþykki Fasteigna Akureyrarbæjar.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

4.Viðburðir - götu- og torgsala 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2018 þar sem Thomas Piotr ehf. sækir um endurnýjun stöðuleyfis fyrir pylsuvagn við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrú samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

5.Laufásgata 1 - riftun samkomulags um viðbyggingu Strandgötu 53

Málsnúmer 2018010046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd Óss ehf. vill rifta samkomulagi um að viðbygging Strandgötu 53 standi á lóð nr. 1 við Laufásgötu. Sjá meðfylgjandi mynd.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu.

6.Draupnisgata 6 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018010135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Gunnar Örn Erlingsson fyrir hönd Eignarhaldsfélagsins Krafts ehf. leggur inn fyrirspurn vegna breytinga á húsi nr. 6 við Draupnisgötu. Breytingin tekur til glugga og inngönguhurðar á verkstæði. Meðfylgjandi er greinargerð og skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunum.

7.Heiðartún 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2018 þar sem Sandra Guðrún Harðardóttir sækir um lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og setur þau skilyrði fyrir úthlutuninni að húsið verði grundað á súlum.

8.Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Daníel Snorrason fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf. sækir um leyfi til niðurrifs á léttum innveggjum, gömlum innréttingum og fleiru. Allt sem til fellur verður flokkað til Gámaþjónustu Norðurlands. Meðfylgjandi er samþykki nágranna fyrir stöðu losunargáms.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Daggarlundur 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember 2017 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson sendir inn breyttar teikningar af húsi nr. 1 við Daggarlund. Breytingarnar fela í sér mjókkun á hurð út úr baðherbergi og timburklæðning útveggja felld út. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 17. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Hjallalundur 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Kristjáns Elíss Jónassonar og Ólafar Matthíasdóttur sækir um leyfi fyrir geymslu í þakrými á húsi nr. 16 við Hjallalund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar, samþykki annarra eigenda í húsinu fyrir glugga, ásamt drögum að breyttum eignaskiptasamningi.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Gata norðurljósanna 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju orlofshúsi

Málsnúmer 2017110022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem Árni G. Kristjánsson fyrir hönd Starfsmannafélags Garðabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna í stað þess sem nú stendur. Meðfylgjandi eru teikningar efitr Árna G. Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 16. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

12.Strandgata 31 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 31 við Strandgötu. Sótt er um að breyta lýsingu á uppbyggingu geymsla, færa eldvarnarhurð og sorpgeymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.