Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

651. fundur 25. október 2017 kl. 14:00 - 15:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Björn Jóhannsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Ráðhústorg 3 - breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2017080011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Natten ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum uppdráttum af 1. hæð, er varðar veitingasal, snyrtingar og aðstöðu starfsmanna. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Tryggvabraut 18-20 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám fyrir gaskúta

Málsnúmer 2017030617Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2017 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd N1 hf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám til geymslu gaskúta á lóð nr. 18-20 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla og teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur ásamt jákvæðri umsögn Slökkviliðs Akureyrar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Birkilundur 18 - umsókn um leyfi fyrir breytingum innanhúss og lokun glugga að norðan

Málsnúmer 2017100324Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Ívar Ragnarsson fyrir hönd Vilborgar H. Ívarsdóttur og Barkar Árnasonar sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss og lokun glugga á norðurhlið húss nr. 18 við Birkilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ívar Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Birkilundur 18 - breyta bílgeymslu tímabundið í íbúðarrými

Málsnúmer 2017100326Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Ívar Ragnarsson fyrir hönd Vilborgar H. Ívarsdóttur og Barkar Árnasonar sækir um tímabundið leyfi fyrir notkun á bílgeymslu sem íbúðarrými á lóð nr. 18 við Birkilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ívar Ragnarsson.
Byggingafulltrúi hafnar erindinu, þar sem húsnæðið uppfyllir ekki ákvæði núgildandi byggingarreglugerðar um íbúðarrými og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir bílgeymslu á lóðinni.

5.Jaðarstún 21-23 - umsókn um breytingar innanhúss og aðgengi að lóð

Málsnúmer 2017100372Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2017 þar sem Guðni Hermannsson og Jóhanna Magnúsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húss nr. 21-23 við Jaðarstún. Einnig aðgengi að lóð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi getur fallist á umbeðnar breytingar innanhúss en vísar til fyrri afgreiðslu um lengingu úrtaka í kantstein. Erindinu eins og það er lagt fram er því hafnað.

6.Gönguleið í Lamba

Málsnúmer 2017100414Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar óskar eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda vegna lagningar sallastígs í fólkvanginum á Glerárdal frá bílastæði austan Glerár að Lamba, skála ferðafélagsins. Erindið tengist umsókn um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Sviðsstjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi, staðfestir að í Aðalskipulagi Akureyrar 2008-2018 er gert ráð fyrir þessari gönguleið.

Bent er á að sækja þarf um framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdinni.

7.Hofsbót 4 - umsókn um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð

Málsnúmer 2017030099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð í húsi nr. 4 við Hofsbót. Breyta á húsnæðinu í íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Grímsey - aðgengi að heimskautsbaugnum - hönnun og skilti

Málsnúmer 2017100421Vakta málsnúmer

María Helena Tryggvadóttir f.h. Akureyrarstofu óskar eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda Akureyrarkaupstaðar vegna útlitshönnunar göngu- og hjólreiðastígs upp á eyjuna, útsýnisstaðar, upplýsingaskiltis, viðvörunarskiltis og gönguleiðar að heimskautsbaugstákninu.
Sviðsstjóri, skipulags- og byggingarfulltrúi, staðfestir að í Aðalskipulagi Akureyrar 2008-2018 er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum.

Bent er á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir stígagerðinni.

Fundi slitið - kl. 15:30.