Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

647. fundur 21. september 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Davíðshagi 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017080103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Trétaks ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 8 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 14. og 21. september 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Davíðshagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 2 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Mýrarvegur, Kaupangur - byggingarleyfi fyrir ísbúð

Málsnúmer 2017090089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. september 2017 þar sem Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir fyrir hönd Garbó ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum vegna flutnings Ísbúðarinnar milli bila. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 21. september 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Stekkjartún 32-34 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf. sækir um tilfærslu á bílastæðum og breikkun akvegar við hús nr. 32-34 við Stekkjartún. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Hríseyjargata 3 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017090029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Magnús Jón Ólafsson sækir um stækkun á lóð sinni númer 3 við Hríseyjargötu um sem nemur skika merktan á meðfylgjandi mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir lóðarstækkunina sem er í samræmi við deiliskipulag. Lóðarskrárritara er falið að gefa út nýjan lóðarsamning.

6.Hamarstígur 18 - fyrirspurn um úrtöku á kantsteini

Málsnúmer 2017090046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2017 þar sem Ívar Örn Björnsson leggur inn fyrirspurn varðandi úrtöku á kantsteini við hús sitt nr. 18 við Hamarstíg. Meðfylgjandir er mynd.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda liggur ekki fyrir.

7.Kristjánshagi 4 - umsókn um frest

Málsnúmer 2016120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Tréverks ehf. sækir um framkvæmdafrest á úthlutaðri lóð sinni númer 4 við Kristjánshaga. Byrjun framkvæmda er fyrirhuguð snemma vors 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir framkvæmdafrest til 1. maí 2018.

8.Hafnarstræti 26A - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2017080010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Kári Arnór Kárason fyrir hönd H-26 ehf. sækir um samþykki fyrir niðurrifi fyrra húss á lóð númer 26 við Hafnarstræti.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

Fundi slitið - kl. 14:00.